Innlent

Eldur kviknaði í sendibíl á Miklubraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Miklubraut við Klambratún.
Frá vettvangi á Miklubraut við Klambratún. Vísir/Einar árnason
Eldur kviknaði í sendibíl á Miklubraut við Klambratún um klukkan 15 í dag. Einn dælubíll var sendur á vettvang og réðu slökkviliðsmenn niðurlögum eldsins nú á fjórða tímanum. Engin slys urðu á fólki. Opið er fyrir um

Um er að ræða sendibíl frá fyrirtækinu DHL en svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í vélarhúsi bílsins. Samkvæmt upplýsingum frá tökumanni fréttastofu á vettvangi var verið að ferja pakka úr bílnum yfir í aðra bifreið nú á fjórða tímanum.

Bíllinn var töluvert brunninn að framan.Vísir/Einar árnason
Bíllinn var dreginn inn á strætóakrein og hefur umferð verið hleypt aftur um Miklubraut í austurátt, en akbrautin var lokuð um tíma nú síðdegis og urðu í kjölfarið miklar umferðartafir. Að sögn varðstjóra verður bíllinn dreginn í burtu af vettvangi innan skamms.

Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sjö bíla árekstur varð á mótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar á öðrum tímanum og þá barst tilkynning um eld í sendibílnum á Miklubraut um klukkan 15. Þá hefur slökkviliðið einnig þurft að sinna fjölmörgum útköllum vegna sjúkraflutninga nú síðdegis.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Bíllinn er töluvert brunninn. Einn dælubíll var sendur á vettvang.Vísir/Einar árnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×