Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda