Innlent

Samræmdu prófin lögð fyrir aftur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ákvað að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka profin að nýju.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ákvað að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka profin að nýju. Vísir/ernir

Samræmd könnunarpróf í íslensku og ensku verða lögð fyrir nemendur 10. bekkjar í tíu grunnskólum 10. til 14. september.
 
Er verið að leggja prófin fyrir nemendur öðru sinni en þeir þreyttu þau fyrst á síðasta skólaári og þá í 9. bekk. Prófin eru lögð fyrir aftur þar sem aðeins um helmingi nemenda tókst að ljúka prófunum vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í rafrænu prófakerfi.

„Í kjölfarið ákvað menntamálaráðherra að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka prófin að nýju og að stjórnendur í hverjum skóla tækju ákvörðun um hvort prófin yrðu lögð fyrir sl. vor eða nú í haust.  Í 130 skólum var ákveðið að leggja þau fyrir að vori og gekk framkvæmd prófanna hnökralaust fyrir sig. Í næstu viku mun endurfyrirlögn prófanna fara fram í þeim tíu skólum sem ákváðu að fresta fyrirlögn fram á haustið,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.

Þar kemur jafnframt fram að vinnulag við undirbúning og framkvæmd prófanna taki mið af niðurstöðum óháðra úttekta sem gerðar voru að loknum prófunum í mars.

Þá er vakin sérstök athygli á því að framhaldsskólar óska ekki eftir niðurstöðum samræmdra könnunarprófa þegar umsóknir um framhaldsskólavist eru metnar, enda sé prófunum ekki ætlað að veita heildarmat á námsstöðu einstaklings við lok skyldunáms.


Tengdar fréttir

Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat.

Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf

Fimm vinkonur í Vatnsendaskóla senda Menntamálastofnun tóninn og finnst nemendum sýnd óvirðing með framkvæmd samræmdra prófa. Þær fórnuðu öllum íþróttaæfingum og tónlist fyrir prófaundirbúning sem er að engu orðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.