Innlent

Mældist á 148 km/klst og greiðir 210 þúsund í sekt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn ók á 148 km/klst þar sem hámarkshraði er 90.
Ökumaðurinn ók á 148 km/klst þar sem hámarkshraði er 90. Vísir/Eyþór

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir hraðakstur í  umdæminu það sem af er þessari viku. Sá sem hraðast ók mældist á 148 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn þarf að greiða 210 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuleyfi í mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Tveir þeirra óku sviptir ökuréttindum og einn til viðbótar var með fíkniefni í fórum sínum.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru ótryggðar eða óskoðaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.