Jólasýning Emmsjé Gauta aftur á dagskrá Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. september 2018 18:00 Páll Óskar, Sigga Beinteins og Birnir bætast við sýninguna Julevenner um næstu jól. HLYNUR INGÓLFSSON Það er nú komið á hreint að jólatónleikar Emmsjé Gauta, Julevenner, verða á dagskrá í annað sinn rétt fyrir jól þetta árið. Gauti segir sýninguna vera töluvert öðruvísi þetta árið þó áherslan sé aftur á jólin og það sem jólalegt er. Nýir gestir mæta: Sigga Beinteins, Páll Óskar og Birnir – Aron Can og Salka Sól verða þó á sínum stað. Gauti vill ekkert gefa upp um hvers eðlis sýningin verður en hann er þó í óða önn að gæða sér á salati og komast í form fyrir sýninguna sem gefur mögulega einhverjar vísbendingar. „Þegar ég horfi á planið í ár og rifja upp hvernig þetta var á síðasta ári – þá finnst mér eiginlega alveg ótrúlegt að við séum að gera þetta aftur. Þetta gekk vonum framar í fyrra en byrjaði auðvitað sem grínhugmynd að plakati en endaði svo sem sex uppseldir jólatónleikar. Fyrstu tónleikarnir seldust upp á einum degi, en þetta átti bara að vera ein sýning, en svo seldist restin upp á átta mínútum. Við bjuggumst alls ekki við þessum látum. Sérstaða okkar er sú að við erum komin með nýjan vinkil á eitthvað sem er nú þegar til og ég held að fólk hafi gaman af því.“ segir Gauti. „Það var svo geggjað við þetta í fyrra að engar tvær sýningar voru eins og handritið eiginlega skrifaði sig sjálft. Ég til dæmis lærði hvað fólki fyndist fyndið – Freyr leikstjóri þurfti að segja mér t.d. að ég ætti ekki að tala um dauðann og sprautufíkn. Það var líka ein hugmynd um að enda sýninguna á atriði úr Passion of the Christ með rokktónlist undir en Freyr sló það út af borðinu og fannst ekki góð hugmynd að skilja fólk eftir með vondar tilfinningar en einnig líka vegna þess að það er ekkert sérstaklega jólalegt.“ Sýningin verður ekki sú sama í ár – það er nýtt handrit og nokkrir nýir gestir. Einnig hefur húsnæðið stækkað. „Það sem við erum að gera núna er að stækka við okkur: við vorum í Gamla bíói síðast en erum að færa okkur í Háskólabíó núna. Við erum á sama tíma og Bó verður með sína tónleika í Eldborg, en það var alveg óvart … Bó-vart. Við erum ekkert að leyna því að við sáum hvað var að gerast – við sáum að jólin voru að virka. Það er yfirleitt ekkert að gera hjá mér í desember þannig að þetta er gott. Og ég sé að Baggalútur, Bó og fleiri eru að byrja sölu á sína tónleika núna þannig að ég hermi eftir.“ Aron Can og Salka eru með aftur í ár en inn koma nýir gestir. „Ég vil ekki spila út sama „showinu“ þannig að við erum að reyna að gera sem flest nýtt. Páll Óskar og Sigga Beinteins eru að koma inn ásamt Birni. Áður en Sigga kom inn var ég sáttur við þetta og fannst þetta bara mjög „solid“. En svo var ég á Bræðslunni, kominn í gott stuð og búinn að fá mér nokkra bjóra. Sigga var að spila þar með Stjórninni og við hittumst – Sigga er auðvitað algjört „legend“ þannig að ég „fanboyaði“ á hana og spurði hvort hún væri til í að spila á mínum tónleikum. Ég bjóst nú ekki við neinu þar sem hún er með sína eigin jólatónleika og nóg að gera, en svo heyrðumst við aftur og þetta var bara neglt. Þetta var kórónan á þessa sýningu – þetta var svona eins og ef þú ert með geðveikan kaffibolla og ert að fara að drekka hann og einhver kemur og segir „viltu fá súkkulaðispæni ofan á?“ og þú ert bara „auðvitað vil ég súkkulaðispæni! Ég hélt að það væri ekki í boði.““ Gauti segir að það hafi heldur ekki verið erfitt að fá Pál Óskar inn, enda er hann aðdáandi. „Páll Óskar sagði bara já strax. Hann kom að horfa í fyrra og hann hló svo hátt að það truflaði eiginlega sýninguna, honum fannst þetta svo geggjað.“ Miðasalan hefst næstkomandi þriðjudag, ellefta september, inn á tix.is. Í boði verða tvær sýningar: fjölskyldusýning og svo kvöldsýning. Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Það er nú komið á hreint að jólatónleikar Emmsjé Gauta, Julevenner, verða á dagskrá í annað sinn rétt fyrir jól þetta árið. Gauti segir sýninguna vera töluvert öðruvísi þetta árið þó áherslan sé aftur á jólin og það sem jólalegt er. Nýir gestir mæta: Sigga Beinteins, Páll Óskar og Birnir – Aron Can og Salka Sól verða þó á sínum stað. Gauti vill ekkert gefa upp um hvers eðlis sýningin verður en hann er þó í óða önn að gæða sér á salati og komast í form fyrir sýninguna sem gefur mögulega einhverjar vísbendingar. „Þegar ég horfi á planið í ár og rifja upp hvernig þetta var á síðasta ári – þá finnst mér eiginlega alveg ótrúlegt að við séum að gera þetta aftur. Þetta gekk vonum framar í fyrra en byrjaði auðvitað sem grínhugmynd að plakati en endaði svo sem sex uppseldir jólatónleikar. Fyrstu tónleikarnir seldust upp á einum degi, en þetta átti bara að vera ein sýning, en svo seldist restin upp á átta mínútum. Við bjuggumst alls ekki við þessum látum. Sérstaða okkar er sú að við erum komin með nýjan vinkil á eitthvað sem er nú þegar til og ég held að fólk hafi gaman af því.“ segir Gauti. „Það var svo geggjað við þetta í fyrra að engar tvær sýningar voru eins og handritið eiginlega skrifaði sig sjálft. Ég til dæmis lærði hvað fólki fyndist fyndið – Freyr leikstjóri þurfti að segja mér t.d. að ég ætti ekki að tala um dauðann og sprautufíkn. Það var líka ein hugmynd um að enda sýninguna á atriði úr Passion of the Christ með rokktónlist undir en Freyr sló það út af borðinu og fannst ekki góð hugmynd að skilja fólk eftir með vondar tilfinningar en einnig líka vegna þess að það er ekkert sérstaklega jólalegt.“ Sýningin verður ekki sú sama í ár – það er nýtt handrit og nokkrir nýir gestir. Einnig hefur húsnæðið stækkað. „Það sem við erum að gera núna er að stækka við okkur: við vorum í Gamla bíói síðast en erum að færa okkur í Háskólabíó núna. Við erum á sama tíma og Bó verður með sína tónleika í Eldborg, en það var alveg óvart … Bó-vart. Við erum ekkert að leyna því að við sáum hvað var að gerast – við sáum að jólin voru að virka. Það er yfirleitt ekkert að gera hjá mér í desember þannig að þetta er gott. Og ég sé að Baggalútur, Bó og fleiri eru að byrja sölu á sína tónleika núna þannig að ég hermi eftir.“ Aron Can og Salka eru með aftur í ár en inn koma nýir gestir. „Ég vil ekki spila út sama „showinu“ þannig að við erum að reyna að gera sem flest nýtt. Páll Óskar og Sigga Beinteins eru að koma inn ásamt Birni. Áður en Sigga kom inn var ég sáttur við þetta og fannst þetta bara mjög „solid“. En svo var ég á Bræðslunni, kominn í gott stuð og búinn að fá mér nokkra bjóra. Sigga var að spila þar með Stjórninni og við hittumst – Sigga er auðvitað algjört „legend“ þannig að ég „fanboyaði“ á hana og spurði hvort hún væri til í að spila á mínum tónleikum. Ég bjóst nú ekki við neinu þar sem hún er með sína eigin jólatónleika og nóg að gera, en svo heyrðumst við aftur og þetta var bara neglt. Þetta var kórónan á þessa sýningu – þetta var svona eins og ef þú ert með geðveikan kaffibolla og ert að fara að drekka hann og einhver kemur og segir „viltu fá súkkulaðispæni ofan á?“ og þú ert bara „auðvitað vil ég súkkulaðispæni! Ég hélt að það væri ekki í boði.““ Gauti segir að það hafi heldur ekki verið erfitt að fá Pál Óskar inn, enda er hann aðdáandi. „Páll Óskar sagði bara já strax. Hann kom að horfa í fyrra og hann hló svo hátt að það truflaði eiginlega sýninguna, honum fannst þetta svo geggjað.“ Miðasalan hefst næstkomandi þriðjudag, ellefta september, inn á tix.is. Í boði verða tvær sýningar: fjölskyldusýning og svo kvöldsýning.
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira