Innlent

Sóttu slasaða konu við Grenivík

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Konan hafði slasast á fæti við göngu í fjalllendi rétt norðan við Grenivík.
Konan hafði slasast á fæti við göngu í fjalllendi rétt norðan við Grenivík. Björgunarsveitir í Eyjafirði

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru laust eftir klukkan 11 í dag boðaðar út vegna slasaðrar konu við Grenivík. Konan hafði slasast á fæti við göngu í fjalllendi rétt norðan við Grenivík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá björgunarsveitinni.

Björgunarsveitarfólk notaði sjúkrabörur til koma henni niður fjalllendið og að sjúkrabílnum.

Laust fyrir klukkan tvö í dag var konan síðan flutt til aðhlynningar á sjúkrastofnun á Akureyri.

Björgunarsveitarfólk þurfti að bera konuna í sjúkrabílinn. Björgunarsveitir í Eyjafirði


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.