Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 15:00 Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil. Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn að hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. Úttektarmaður segir að fyrirtæki megi huga fyrr að vottunarferlinu og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda spyr hvort fyrirkomulagið sem notað er við bifreiðaskoðun kunni að vera lausn á vandanum. Lög um jafnlaunavottun voru lögfest í júní í fyrra og tóku gildi um síðustu áramót. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og tryggja jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Lögin kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok þessa árs. Þau eru samtals 142 talsins en samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu hafa aðeins 13 fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn hlotið jafnlaunavottun það sem af er ári. Nú, þegar ágúst er að renna sitt skeið, hafa aðeins um 9 prósent vinnustaða af þessari stærð hlotið vottunina. Hinir hafa því rétt rúma fjóra mánuði til að innleiða jafnlaunavottun, ellegar hljóta þeir sektir sem geta numið allt að 50 þúsund krónum á dag. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir að þetta lága hlutfall kunni að skýrast af því að lagaumhverfið sé nýtt. Fá viðurkennd vottunarfyrirtæki myndi þar að auki ákveðinn flöskuháls í ferlinu. „Staðan er sú að það eru bara tvö fyrirtæki sem hafa faggildingu til að veita jafnlaunavottun. Úr því sem komið er munu þau ekki ná að klára öll fyrirtækin sem í hlut eiga fyrir áramót,“ segir Ólafur.Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun.Vísir/SigurjónHonum þykir því bratt af stjórnvöldum að ætla að setja dagsektir á fyrirtækin sem ekki verða komin með jafnlaunavottun í upphafi næsta árs. Ólafur segir að í framtíðinni megi huga betur að dreifingu umsókna yfir árið, svo að koma megi í veg fyrir að þær safnist allar upp í lok árs. „Kannski er skynsamlegra að stilla þessu upp eins og bifreiðaskoðuninni: Það fari eftir fyrri partinum á kennitölunni þinni endar hvenær þú átt að vera búin að græja jafnlaunavottunina. Það mætti huga að því í framtíðinni.“ Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., hefur fulla trú á því að þau fyrirtæki sem ekki eru nú þegar komin með jafnlaunavottun geti hlotið hana fyrir lok árs. Það sé þó undir þeim komið að hefja ferlið, sem getur tekið töluverðan tíma.Þetta er þá spurning um að fyrirtækin leiti fyrr til ykkar? „Já, því fyrr því betra. Ef allir koma á síðustu stundu, rétt fyrir áramót, þá er augljóst að ekki næst að votta alla,“ segir Emil.
Tengdar fréttir Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. 23. febrúar 2018 15:16
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29