Bergman, Ullmann og villt jarðarber í Paradís Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Ingmar Bergman er þekktasti og dáðasti kvikmyndaleikstjóri Svíþjóðar fyrr og síðar. Hann hefði orðið 100 ára gamall í sumar og því fagna sænska sendiráðið og Bíó Paradís næstu vikuna. Vísir/Getty Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira