Lífið

Friðrik Dór og Lísa gengu í það heilaga á Ítalíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veislan er hin glæsilegasta.
Veislan er hin glæsilegasta. Myndir/Instagram

Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir gengu í það heilaga í Toskana-héraðinu á Ítalíu í dag.

Mikið var um dýrðir í athöfninni sem og veislunni og fjöldi gesta sem fylgdi turtildúfunum til Ítalíu.

Jón Jónsson, bróðir Friðriks Dórs, tók meðal annars lagið í athöfninni en hann flutti lagið By Your Side með Sade ásamt Olgu Lilju.

Hópurinn hefur komið sér vel fyrir í fallegri villu á svæðinu og fer brúðkaupið þar fram og svo virðist sem að veislugestir hafi verið afar heppnir með veður enda skín sólin á veislugesti.

Líkt og tíðkast nú til dags hafa gestir dælt inn myndum úr brúðkaupinu á samfélagsmiðla en notast er við merkið #friðlísing á Instagram.

Brot af því besta má sjá hér að neðan en fleiri myndir má sjá hér.

 
Skál fyrir þeim #friðlísing
A post shared by Thelma Smára (@thelmasmara) on
 
Ástin! #friðlísing
A post shared by Rósa María (@rosamariaa) on
 
Per Amore . . . #friðlísing
A post shared by Atli Mar Sigurdsson (@atlimsigurdsson) on
 
#friðlísing
A post shared by Bjarney (@bjarney_bj) on
 
#friðlísing
A post shared by Hafliði Halldórs (@haflidih) on


Tengdar fréttir

Allir mættir í brúðkaup ársins á Ítalíu

Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir ganga í það heilaga í Toskana-héraðinu á Ítalíu í dag. Saman eiga þau eina dóttur sem er að sjálfsögðu á svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.