Lífið

Steggjun Frikka Dórs af dýrari gerðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Dór er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar.
Friðrik Dór er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar.

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson stendur í ströngu í dag þar sem vinir hans og vandamenn eru að steggja kappann.

Friðrik mun ganga í það heilaga með Lísu Hafliðadóttur á Ítalíu seinna í sumars.

Allt saman byrjaði þetta með því að boðað var til stórtónleika við Pylsubarinn í Hafnafirði klukkan 12 í dag og voru fríar pylsur í boði fyrir gesti. Gunnar Helgason og Felix Bergsson voru kynnar og tók Frikki nokkur vel valin lög á borð við stuðningsmannalag Hauka, Lítil skref, framlag okkar Íslendinga í Eurovision árið 2015, og fleiri slagara.

Friðrik var klæddur í Haukabúninginn frá toppi til táar en eins og margir vita er hann einhver harðasti FH-ingur sem til er og starfar til að mynda sem vallarþulur á heimaleikjum FH í Pepsi-deild karla.

Eftir tónleikana rölti Friðrik Dór að Hafnarfjarðarhöfn og stökk út í sjó í bleikri og fallegri sundskýlu.

Meðal þeirra sem eru að steggja Frikka Dór eru Benedikt Valsson, Jón Jónsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Boði Logason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, drengirnir í Stop Wait Go, Eyjólfur Óli Eyjólfsson, Þorkell Máni Pétursson og fleiri vinir tónlistarmannsins.

Hér að neðan má sjá myndir frá tónleikunum í Hafnarfirði í dag en fjölmargir mættu til að sjá þessa veislu. Ísland í dag var á svæðinu og má búast við því að áhorfendur þáttarins sjái afraksturinn á Stöð 2 á næstunni.

Það var vel tekið á móti Frikka í heimabæ hans. Vísir/ KTD
Æskuvinirnir voru allir klæddir í hvíta boli merktum Frikka Dór. Vísir/KTD
Frikki fékk aðstoð frá bóður sínum þegar hann fluttu vel valið lag. vísir/KTD
Frikki henti sér út í sjó. Myndir/Instagramsíða Jóns Jónssonar

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.