Lífið

Fallegt sveitabrúðkaup Margrétar og Teits í Skagafirði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margrét var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á sama tíma og Teitur var aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Margrét var aðstoðarmaður utanríkisráðherra á sama tíma og Teitur var aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Samsett mynd/Aðsent/Fréttablaðið Ernir

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands Kúabænda og Teitur Björn Einarsson lögfræðingur gengu í það heilaga um helgina. Brúðkaup Margrétar og Teits var á æskuslóðum brúðarinnar við Glaumbæ í Skagafirði um helgina í ótrúlega fallegu veðri og fór athöfnin fram utandyra. Veislan var svo haldin í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð.

Margrét er fyrrum aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar og Teitur er fyrrum þingmaður úr Sjálfstæðisflokknum og var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Dagsetningin 18.08.18 virðist hafa verið vinsælt val í ár og var einstaklega mikið um brúðkaup hér á landi á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem gestir deildu á samfélagsmiðlum á laugardag. Flestir notuðu merkinguna #glaumbakki á Instagram, en Margrét er uppalin á Glaumbæ en heimaslóðir Teits eru á Sólbakka á Flateyri.


 
Yndislegt sveitabrúðkaup #glaumbakki
A post shared by Thorsteinn Fridriksson (@thorsteinnf) on

 
The newly weds #glaumbakki
A post shared by Jóhann Wium (@joiwium) on

 
A post shared by Hera (@heragisladottir) on

 
Með mínum heittelskaða Atla Má #glaumbakki
A post shared by Margrét Björns (@margretbjorns) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.