Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 18:52 Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00
Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18
Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37