Vísar á bug að illa sé búið að lögreglunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 18:52 Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Dómsmálaráðherra vísar á bug tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni og nú, þrátt fyrir ábendingar lögreglumanna um annað. Hún er þess fullviss að sjaldan hafi verið jafn vel staðið að öryggi hins almenna borgara. Í fréttum okkar í síðustu viku sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að draga saman í starfsemi sinni. Árið 2009 voru embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sameinuð. Umdæmið nær því yfir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar þeirra um 200 þúsund talsins. Á virkum dögum eru eingöngu 15 lögreglumenn á næturvakt fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vísar á bug öllu tali um að aldrei hafi verið eins illa búið að lögreglunni. „Rekstaráætlun er lögð fram fyrir öllu embætin og þau hafa heimild til þess að forgangsraða og hreyfa við henni innan ársins. Það held ég til dæmis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi gert í byrjun ársins. Hún sé því í þeirri stöðu í dag að tryggja það að vera innan rammans núna í lok ársins. Það er hennar val hvernig hún forgangsraðar þessu fé. Staðreyndin er sú að fé til löggæslumála aukning á fjárheimildum hefur aldrei verið eins mikil og nú um stundir,“ segir Sigríður. Hún segir það í höndum lögreglustjóra að meta mannaflaþörf hverju sinni og lögregluna hafa nægilegt fé til að tryggja réttaröryggi hér á landi. „Ef það eru fimmtán lögregluþjónar á næturvakt í Reykjavík, þá er það vegna þess að þannig hefur þörfin verið metin,“ bendir hún á. Hún segir það liggja fyrir að lögreglan fái aukið fjármagn og því þurfi að forgangsraða. „Eins og ég hef margoft bent á að frá árinu 2014 hafa lögreglan og löggæslumál fengið auknar fjárheimildir umfram nánast allar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00 Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18 Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. 20. ágúst 2018 15:00
Lögreglukona flutt blóðug á sjúkrahús eftir átök við Grensásveg Lögreglukona var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann eftir að maður í annarlegu ástandi veittist að lögreglu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar skömmu fyrir hádegi í dag. 13. ágúst 2018 12:18
Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19. ágúst 2018 10:24
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37