Hér eru ekkert nema andskotans snillingar Benedikt Bóas skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Gunni Ben og Snæbjörn á fyrstu æfingu í gær. "Ég finn það strax, það eru hnökrar hér og þar og síðast var ég með hjartað í buxunum yfir að við værum að fara að verða okkur til háborinnar skammar. Núna treysti ég öllum og sit núna úti í sal og drekk í mig hvern einasta hljóm og nýt í botn,“ segir Snæbjörn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er ekki neitt leiðinlegt. Djöfull sem þetta er skemmtilegt. Þetta er alveg eins súrrealískt og síðast. Hæfileikarnir í þessari sinfóníuhljómsveit eru svo ævintýralegir. Manni líður stundum eins og það sé ekki mannlegt hvað þessi hljómsveit er góð,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld en æfingar hófust í gær fyrir komandi verkefni hljómsveitarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Uppselt er á ferna tónleika en enn eru nokkrir miðar til á tónleikana á morgun. Það má því reikna með að um 7.200 manns muni mæta en Eldborg tekur 1.800 manns. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitirnar leiða saman hesta sína en auk þeirra verða Karlakór Reykjavíkur, kammerkórinn Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla með þeim á sviðinu. „Hér þurfa allir að vera klárir og þá er gott að eiga bestu sinfóníuhljómsveit í heimi. Við pössuðum okkur á að vera búnir að æfa alveg í drep og erum búnir að vera í miklu sambandi við Harald Sveinbjörnsson sem útsetur þetta allt saman, þannig að við erum með okkar parta alveg á hreinu. Bernharður Wilkinson í stuði. „Við finnum að hann ber virðingu fyrir því sem við erum að gera – þó að við séum hvor á sinni blaðsíðunni,“ segir Snæbjörn.Fréttablaðið/Sigtryggur AriOg við vitum að þetta er ævintýralega mikið tæknimál. Það er verið að notast við öll möguleg tæki til að láta þetta ganga upp og allir mixerar komnir út á gólf og það eru ekkert nema andskotans snillingar að vinna hérna,“ segir Snæbjörn hrifinn. Talið verður í fyrstu tónleikana annað kvöld klukkan 20. Fram að því verður æft og örlítil atriði löguð til en Bernharður Wilkinson mun stýra öllu því sem fram fer á sviðinu. „Mikið ofurmenni, hann Bernharður. Hann er með eitthvað sem við hinir höfum ekki. Fordómalaus, svo grjótharður, en á sama tíma alveg ofboðslega almennilegur.“ Snæbjörn segist varla geta beðið eftir að telja í annað kvöld fyrir framan fullan sal af fólki. „Án þess að maður sé að ýkja, þá er þetta einn af hápunktum ævi manns. Það er bara þannig. Hvað er stærra sem tónlistarmaður? Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það toppar ekkert að fá börnin sín í þennan heim en þetta er stutt þar á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er ekki neitt leiðinlegt. Djöfull sem þetta er skemmtilegt. Þetta er alveg eins súrrealískt og síðast. Hæfileikarnir í þessari sinfóníuhljómsveit eru svo ævintýralegir. Manni líður stundum eins og það sé ekki mannlegt hvað þessi hljómsveit er góð,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld en æfingar hófust í gær fyrir komandi verkefni hljómsveitarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Uppselt er á ferna tónleika en enn eru nokkrir miðar til á tónleikana á morgun. Það má því reikna með að um 7.200 manns muni mæta en Eldborg tekur 1.800 manns. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitirnar leiða saman hesta sína en auk þeirra verða Karlakór Reykjavíkur, kammerkórinn Hymnodia og Barnakór Kársnesskóla með þeim á sviðinu. „Hér þurfa allir að vera klárir og þá er gott að eiga bestu sinfóníuhljómsveit í heimi. Við pössuðum okkur á að vera búnir að æfa alveg í drep og erum búnir að vera í miklu sambandi við Harald Sveinbjörnsson sem útsetur þetta allt saman, þannig að við erum með okkar parta alveg á hreinu. Bernharður Wilkinson í stuði. „Við finnum að hann ber virðingu fyrir því sem við erum að gera – þó að við séum hvor á sinni blaðsíðunni,“ segir Snæbjörn.Fréttablaðið/Sigtryggur AriOg við vitum að þetta er ævintýralega mikið tæknimál. Það er verið að notast við öll möguleg tæki til að láta þetta ganga upp og allir mixerar komnir út á gólf og það eru ekkert nema andskotans snillingar að vinna hérna,“ segir Snæbjörn hrifinn. Talið verður í fyrstu tónleikana annað kvöld klukkan 20. Fram að því verður æft og örlítil atriði löguð til en Bernharður Wilkinson mun stýra öllu því sem fram fer á sviðinu. „Mikið ofurmenni, hann Bernharður. Hann er með eitthvað sem við hinir höfum ekki. Fordómalaus, svo grjótharður, en á sama tíma alveg ofboðslega almennilegur.“ Snæbjörn segist varla geta beðið eftir að telja í annað kvöld fyrir framan fullan sal af fólki. „Án þess að maður sé að ýkja, þá er þetta einn af hápunktum ævi manns. Það er bara þannig. Hvað er stærra sem tónlistarmaður? Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það toppar ekkert að fá börnin sín í þennan heim en þetta er stutt þar á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira