Týndu börnin í verra ástandi en áður Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögreglunni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu. Það stefnir í metár í leit að týndum ungmennum að mati Guðmundar Fylkissonar lögreglufulltrúa. Ungmennin eru í verra ástandi en áður hefur þekkst og fleiri börn fara beint í neyðarvistun á Stuðlum eftir að þau koma í leitirnar. „Við erum búin að fá fleiri tilkynningar um týnd ungmenni nú en á sama tíma í fyrra. Það sem er líka breytt er að hlutfallslega eru fleiri börn að fara beint á neyðarvistun á Stuðlum en hér áður fyrr. Í fyrra fór um eitt barn á Stuðla fyrir hver tvö börn sem fóru beint heim en nú er hlutfallið að nálgast 50 prósent sem fer á Stuðla,“ segir Guðmundur. „Við erum að finna þau í verra ástandi en áður. Það vantar úrræði fyrir þau ungmenni sem eru verst sett. Það er eitthvað sem er ekki alveg að virka í kerfinu fyrir ákveðinn hóp.“ Arna Sif Jónsdóttir, stjórnarmaður í Olnbogabörnum, tekur undir að meðferðarúrræði fyrir ungmenni í dag séu ekki góð. „Að okkar mati er gripið allt of seint inn í og svo vantar samfellu í meðferðina. Einnig er ekki hægt að koma ungmennum að í geðlækningum ef þau eru komin í smá fikt, þá er bara lokað og vísað á meðferðir,“ segir Arna Sif. „Ég upplifði sjálf á sínum tíma líkt og þetta væri ákveðinn fórnarkostnaður sem ríkinu fannst ásættanlegur.“ Guðmundur segir að ungmennin tjái þeim oft að auðvelt sé að nálgast læknadóp. „Í spjalli við þau finnur maður að þau eru í læknadópi og eiga auðvelt með að nálgast það.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira