Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira