Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira