Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent