Innlent

155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrki

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Frá Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Fréttablaðið/Stefán
Rúmlega 155 milljónir króna söfnuðust í styrki til ýmissa góðgerðarfélaga og málefna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór síðastliðinn laugardag. Er um töluverða aukningu að ræða frá síðasta ári þegar 118 milljónir söfnuðust.

Alls voru þátttakendur í maraþoninu um fjórtán þúsund talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka sem er helsti styrktar­aðili hlaupsins. Fjármunirnir sem söfnuðust munu renna óskiptir til 180 góðgerðarfélaga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×