Hættu við að hafa B-svæði á tónleikadegi Arcade Fire Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 23:16 Á tónleikunum kom í ljós að hætt hefði verið við tvískiptingu salarins. Vísir/tryggvi Páll Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira