Lífið

„Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi“

Sylvía Hall skrifar
Alyssa Milano hefur verið framarlega í #MeToo-baráttunni.
Alyssa Milano hefur verið framarlega í #MeToo-baráttunni. Vísir/Getty

Leikkonan Alyssa Milano hefur brugðist við fregnum af því að leikonan Asia Argento hafi borgað ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot. Milano, sem hefur verið ötull talsmaður #MeToo-hreyfingarinnar, segir brot Argento ekki geta gjaldfellt alla hreyfinguna.

Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot

Hún segir jafnframt að hún hafi vitað að andstæðingar #MeToo myndu nýta þessar fréttir til þess að tala niður hreyfinguna og segja kynferðislega áreitni og ofbeldi ekki vera hluta af kerfisbundnu misrétti. 

Þá segir hún það ekki gjaldfella frásögn Argento af ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu Harvey Weinstein að hún sé sjálf grunuð um kynferðislegt ofbeldi.

„Fórnarlamb kynferðisofbeldis getur líka verið gerandi. Það er sorglegt og pirrandi, en meint ógeðs hegðun gengisfellir ekki heila hreyfingu. Eins og vinkona mín Tarana Burke sagði svo vel á Twitter: „Það er engin ein leið til að vera gerandi... og það er ekkert fyrirmyndar fórnarlamb.“

Argento var eitt af fyrstu fórnarlömbum Harvey Weinstein sem steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans. Þá vakti ræða hennar á Cannes-verðlaunahátíðinni einnig mikla athygli, en þar sagði hún að tími kynferðisafbrotamanna væri liðinn í Hollywood og það ættu enn eftir að heyrast sögur sem ekki höfðu verið sagðar. 


Tengdar fréttir

Argento þvertekur fyrir að hafa brotið á Bennett

Ítalska leikkonan Asia Argento þvertekur fyrir að hafa átt í nokkurs konar kynferðislegu sambandi við mann sem hefur sakað hana um að brotið gegn honum þegar hann var sautján ára.

„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein"

Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×