Ráða sig í vinnu en mæta ekki til starfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir. Leikskólar eru flestir hafnir aftur að loknu sumarfríi en líkt og greint var frá í fréttum í gær vantar ennþá fólk til starfa í leikskólum borgarinnar. Í Reykjavík á eftir að ráða fólk í tæp 62 stöðugildi og 128 börn sem hafa fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi bíða eftir að komast að. Staðan er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra þegar átti eftir að ráða í 120 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Í Kópavogi vantar 27 manns til starfa og 25 börn bíða eftir að hefja leikskólagöngu. Á Seltjarnarnesi vantar sjö starfsmenn og 27 börn sem hafa fengið pláss bíða eftir að geta byrjað, en á Seltjarnarnesi kemur skorturinn meðal annars til vegna stækkunar leikskólans. Í Hafnarfirði hefur tekist að manna allar stöður og í Garðabæ hefur vel gengið að manna og komast öll börn að sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Í Mosfellsbæ er útlit fyrir að leikskólar verði fullmannaðir á næstu dögum. Ráða sig á leikskóla en hverfa til annarra starfa Í flestum tilfellum hefur gengið betur að manna lausar stöður en í fyrra en leikskólinn Steinahlíð í Reykjavík er einn þeirra þar sem enn vantar fólk. „Ég var reyndar búinn að manna en svo kannski þegar á reyndi þá bara kom fólk ekki til vinnu. Var komið til annarra starfa eða eitthvað slíkt,“ segir Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinaborg. Þetta hefur komið afar illa við rekstur leikskólans. „Við erum náttúrlega kannski búin að vera að auglýsa eftir fólki og og svo hætti ég að auglýsa eftir fólki því ég tel mig vera búinn að ráða í stöðurnar, en svo bara þegar á reynir stendur maður upp slippur og snauður,“ segir Bergsteinn. Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinahlíð.Vísir/BaldurÁ leikskólanum er hægt að bjóða 53 börnum upp á leikskólapláss en nú eru aðeins 43 börn á leikskólanum en að minnsta kosti einn starfsmann vantar á leikskólann til að hægt sé að fullnýta plássin.Vandinn ekki úr sögunni Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er ástandið þó ekki gott að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, formanns stjórnenda leikskóla. Hann segir ástandið í fyrra hafa verið óásættanlegt en horfurnar séu betri nú. Sigurður kveðst bjartsýnni í ár en í fyrra. „Staðan núna er mun betri heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstu sveitarfélögin, það hefur gengið vel hjá þeim að manna leikskólana,“ segir Sigurður. Hann segir ýmsa þætti geta skýrt þessa þróun, meðal annars einstaka aðgerðir sveitarfélaganna. „Það er hugsað um skólana og við finnum það alveg, bæði í umræðu hjá fjölmiðlum og umræðu hjá stjórnmálamönnum, að þeim er umhugað að gera betur,“ segir Sigurður. Þótt horfurnar séu betri í ár sé vandinn þó ekki úr sögunni. „Ástandið í fyrra var óásættanleg það að var mjög erfitt ástand í fyrra og virðist vera mun betra núna en þó, það vantar ennþá hvað um 60-70 starfsmenn hérna í Reykjavík til dæmis og foreldrar 120 bíða eftir að fá staðfestingu á að komast inn í leikskólana sem er slæmt. Og við megum ekki halda að ástandið sé orðið gott eða að það sé búið að leysa það, það vantar ennþá starfsfólk,“ segir Sigurður. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir. Leikskólar eru flestir hafnir aftur að loknu sumarfríi en líkt og greint var frá í fréttum í gær vantar ennþá fólk til starfa í leikskólum borgarinnar. Í Reykjavík á eftir að ráða fólk í tæp 62 stöðugildi og 128 börn sem hafa fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi bíða eftir að komast að. Staðan er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra þegar átti eftir að ráða í 120 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Í Kópavogi vantar 27 manns til starfa og 25 börn bíða eftir að hefja leikskólagöngu. Á Seltjarnarnesi vantar sjö starfsmenn og 27 börn sem hafa fengið pláss bíða eftir að geta byrjað, en á Seltjarnarnesi kemur skorturinn meðal annars til vegna stækkunar leikskólans. Í Hafnarfirði hefur tekist að manna allar stöður og í Garðabæ hefur vel gengið að manna og komast öll börn að sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Í Mosfellsbæ er útlit fyrir að leikskólar verði fullmannaðir á næstu dögum. Ráða sig á leikskóla en hverfa til annarra starfa Í flestum tilfellum hefur gengið betur að manna lausar stöður en í fyrra en leikskólinn Steinahlíð í Reykjavík er einn þeirra þar sem enn vantar fólk. „Ég var reyndar búinn að manna en svo kannski þegar á reyndi þá bara kom fólk ekki til vinnu. Var komið til annarra starfa eða eitthvað slíkt,“ segir Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinaborg. Þetta hefur komið afar illa við rekstur leikskólans. „Við erum náttúrlega kannski búin að vera að auglýsa eftir fólki og og svo hætti ég að auglýsa eftir fólki því ég tel mig vera búinn að ráða í stöðurnar, en svo bara þegar á reynir stendur maður upp slippur og snauður,“ segir Bergsteinn. Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinahlíð.Vísir/BaldurÁ leikskólanum er hægt að bjóða 53 börnum upp á leikskólapláss en nú eru aðeins 43 börn á leikskólanum en að minnsta kosti einn starfsmann vantar á leikskólann til að hægt sé að fullnýta plássin.Vandinn ekki úr sögunni Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er ástandið þó ekki gott að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, formanns stjórnenda leikskóla. Hann segir ástandið í fyrra hafa verið óásættanlegt en horfurnar séu betri nú. Sigurður kveðst bjartsýnni í ár en í fyrra. „Staðan núna er mun betri heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstu sveitarfélögin, það hefur gengið vel hjá þeim að manna leikskólana,“ segir Sigurður. Hann segir ýmsa þætti geta skýrt þessa þróun, meðal annars einstaka aðgerðir sveitarfélaganna. „Það er hugsað um skólana og við finnum það alveg, bæði í umræðu hjá fjölmiðlum og umræðu hjá stjórnmálamönnum, að þeim er umhugað að gera betur,“ segir Sigurður. Þótt horfurnar séu betri í ár sé vandinn þó ekki úr sögunni. „Ástandið í fyrra var óásættanleg það að var mjög erfitt ástand í fyrra og virðist vera mun betra núna en þó, það vantar ennþá hvað um 60-70 starfsmenn hérna í Reykjavík til dæmis og foreldrar 120 bíða eftir að fá staðfestingu á að komast inn í leikskólana sem er slæmt. Og við megum ekki halda að ástandið sé orðið gott eða að það sé búið að leysa það, það vantar ennþá starfsfólk,“ segir Sigurður.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira