Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 11:51 Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu að djúpsjávarhvalir ýmist reki hér á land eða strandi líkt og þessi andarnefja sem strandaði í Engey fyrir skömmu. Vísir/Elísabet Inga Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira