Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 11:51 Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu að djúpsjávarhvalir ýmist reki hér á land eða strandi líkt og þessi andarnefja sem strandaði í Engey fyrir skömmu. Vísir/Elísabet Inga Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. Ekki er hægt að fullyrða um hvort kafbátaleitaræfingarnar séu sökudólgurinn en að sögn Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, aðjúnkts í líffræði við Háskóla Íslands, benda vísbendingar til þess að svo sé. „Miðað við það að við vitum að þessar kafbátaæfingar eru búnar að vera hérna á austanverðu Norður-Atlantshafi og líklegast úti fyrir ströndum Noregs, og þessi tilfelli eru mikið til hérna í austanverðu Norður-Atlantshafi sem að búið er að fréttast af mest megnis. Þetta er mikið til á Bretlandseyjum og í Skotlandi þá sérstaklega og þar eru djúpsjávarhvalir mikið að reka. Hérna á Íslandi þá erum við með andarnefjuna og grindhvalina en það eru okkar algengustu djúpsjávarhvalir,“ segir Edda. Þá hafa nokkur tilfelli líka verið í Færeyjum í sumar. Það eru hljóðin frá kafbátunum sem hafa áhrif á innra eyra hvalanna sem gerir það af verkum að hvalirnir missa áttunarskynjun og reka frekar á land. Þá geta hljóðin frá kafbátunum einnig haft annars konar áhrif. „Það hafa verið gerðar töluverðar rannsóknir á þessu, ef að þeir heyra í þessum hljóðpúlsum og eru í djúpköfun þá eiga þeir það til að fara of hratt upp og fá einfaldlega kafaraveiki svo þetta getur bara verið lífshættulegt fyrir þá,“ segir Edda. Þótt aðrir þættir kunni að skýra tíða hvalreka að undanförnu telur Elísabet tilefni til að kanna betur hvort þetta megi rekja til kafbátaleitaræfinga. „Við erum að sjá fjölgun á einstaka tegundum og aðrar tegundir að hörfa svo vissulega getur það líka verið að hafa áhrif, að ef að þú ert kominn með meiri þéttleika á þessum djúpsjávarhvölum þá eru meiri líkur á að þú fáir fleiri tilfelli af svona ströndunum. En það vissulega vekur upp rosalega stórt spurningamerki af hverju svona margir koma inn að landi núna í sumar,“ útskýrir Edda Elísabet.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira