HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 10:11 HK taldi sig ekki hafa brotið persónuverndarlög. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér. Persónuvernd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér.
Persónuvernd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira