Landsbókasafnið 200 ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn var opnað í Þjóðarbókhlöðunni á Melunum 1. desember 1994. „Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Við höfum haldið upp á 200 ára afmælið með ýmsum hætti allt árið,“ segir Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur á Landsbókasafni Íslands, en 28. ágúst 1818 telst stofndagur þess. Hann segir fyrirlestraröð vera í gangi og nefnir líka sögusýninguna Tímanna safn sem var sett þar upp í vor. „Ég mun labba um sýninguna í dag klukkan 13 og segja einhverjar skemmtisögur,“ bætir hann við glaðlega. Örn er sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á safninu. Hann sér um að unnið sé skipulega að því að setja efni þess á alnetið. Nefnir sem dæmi síðuna timarit.is. „Við náum að halda utan um alla íslenska útgáfu og setja á netið. Aðgangurinn er frír og það er sérstakt á heimsvísu. Erlendis ná þjóðbókasöfn milljónasamfélaga ekki sama árangri og þar þarf almenningur að borga fyrir aðgang.“Örn Hrafnkelsson veit sitt af hverju um sögu safnsins og ætlar að miðla því til gesta í dag. Fréttablaðið/sigtryggur ariHann segir 2-3.000 manns fara inn á timarit.is á hverjum sólarhring og fletta um 30.000 blaðsíðum samanlagt, að meðaltali. „Ef þessi fjöldi kæmi hér í húsið daglega, þá gætum við ekki annað þjónustunni,“ segir hann og nefnir, til fróðleiks, að 80% af notkuninni séu innanlands og 20% erlendis. Allar íslenskar bækur, útgefnar frá 1540 til 1844, sem eru í eigu safnsins, er búið að mynda, að sögn Arnar og nú er verið að mynda erlendar ferðabækur. „Við eigum hér þrjú stór söfn erlendra ferðabóka, mjög spennandi. Öll Íslandskort sem hafa verið gefin út eru aðgengileg á netinu og smám saman erum við að skrá öll handrit rafrænt og mynda þau,“ upplýsir hann. Ekki er allt upp talið því Örn bendir á að á vefnum hljodsafn.landsbokasafn.is sé mikið efni komið inn. „Fyrsti íslenski geisladiskurinn var gefinn út 1986 – Bubbi Morthens – og geisladiskar hafa ekki endalausan líftíma. Hér er verið að færa þá alla inn á stafrænt form og sama er að segja um kasetturnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira