Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 21:33 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20