Lýsa yfir andstöðu við þrjú þúsund tonna tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 22:36 Fyrirhugað tilraunaeldi á að fara fram í Ísafjarðardjúpi. Fréttablaðið/Sigurjón Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl. Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl.
Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06