Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2018 14:25 Katrín vill að lög um þjóðsönginn verði tekin til endurskoðunar. Vísir/Hanna andrésdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og segir Katrín að hún hafi falið Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. „Ég tók sjálf þátt þessum upplestri og síðan hafa borist þessar athugasemdir og við höfum óskað eftir skýringum Ríkisútvarpsins. Ég ákvað áður en til þess kom að ráðuneytið færi að vinna álit að ég myndi víkja sæti til að tryggja það að öll þessi málsmeðferð væri hafin yfir vafa. Ég óskaði eftir að minn staðgengill, sem er fjármála- og efnahagsráðherra, myndi úrskurða í þessu máli,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að afla allra gagna og næst liggi fyrir að taka þurfi afstöðu til málsins.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er staðgengill Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmRétt að endurskoða lögin Forsætisráðherra kveðst þeirrar skoðunar að rétt sé að kanna hvort endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. „Þau eru komin til ára sinna og ég er þeirrar skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann. Ég tel því rétt að við skoðum hvort ekki sé rétt að við rýmkum þessar reglur að einhverju leyti,“ segir Katrín. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni, en forsvarsmenn RÚV sögðu fyrr í sumar að ekki hafi verið um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. Þetta gerir Katrín þar sem hún tók sjálf þátt í umræddri auglýsingu þar sem þjóðþekktir einstaklingar lásu brot úr íslenska þjóðsöngnum í aðdraganda farar íslenska karlalandsliðsins til Rússlands á HM. Málið var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og segir Katrín að hún hafi falið Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, að fara með málið. „Ég tók sjálf þátt þessum upplestri og síðan hafa borist þessar athugasemdir og við höfum óskað eftir skýringum Ríkisútvarpsins. Ég ákvað áður en til þess kom að ráðuneytið færi að vinna álit að ég myndi víkja sæti til að tryggja það að öll þessi málsmeðferð væri hafin yfir vafa. Ég óskaði eftir að minn staðgengill, sem er fjármála- og efnahagsráðherra, myndi úrskurða í þessu máli,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir að búið sé að afla allra gagna og næst liggi fyrir að taka þurfi afstöðu til málsins.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er staðgengill Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmRétt að endurskoða lögin Forsætisráðherra kveðst þeirrar skoðunar að rétt sé að kanna hvort endurskoða beri lögin um þjóðsönginn. „Þau eru komin til ára sinna og ég er þeirrar skoðunar að þjóðsöngurinn sé til að nota hann. Ég tel því rétt að við skoðum hvort ekki sé rétt að við rýmkum þessar reglur að einhverju leyti,“ segir Katrín. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni, en forsvarsmenn RÚV sögðu fyrr í sumar að ekki hafi verið um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu.
Tengdar fréttir Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. 25. júní 2018 20:00