Segir lög um réttarstöðu hinsegin fólks úrelt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:13 María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78 Vísir Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira