Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2018 16:45 Lof mér að falla verður frumsýnd 7. september. vísir/anton Brink „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand. Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
„Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand.
Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22
Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19
Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45