Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2018 16:45 Lof mér að falla verður frumsýnd 7. september. vísir/anton Brink „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand. Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku. „Í öllu þessu ferli er ég orðinn mjög meðvitaður um þessa miklu baráttu. Áður en við byrjuðum að skrifa fengum við dagbók frá ungri stúlku sem hét Kristín Gerður og tók sitt eigið líf fyrir átján árum, eftir erfiða baráttu við fíknina. Við fengum að kynnast fjórum ungum stelpum ú þessum heimi, sem Jóhannes Kr., kom okkur í samband við og sögur þeirra voru hrikalega átakanlegar. Þar fengum við aðeins að fylgjast með þeim í þeirra baráttu.“ Baldvin segir að mikil rannsóknarvinna liggi að baki kvikmynd eins og Lof mér að falla. „Í ferlinu kynnumst við fyrst því mikilvæga starfi sem Frú Ragnheiður vinnur. Þetta er frábært framtak fyrir heilbrigðiskerfið upp á kostnað í framtíðinni. Við verðum að átta okkur á því að fíklar eru líka fólk. Þeir eru afleiðing einhvers annars sem er ekki að virka í samfélaginu og við getum ekki lokað augunum þegar kemur að þessum málaflokki.“Úr kvikmyndinni Lof mér að falla.Leikstjórinn telur að töluverðir fordómar séu gagnvart fíklum í samfélaginu. „Það eru einnig skiptar skoðanir á verkefnum eins og Frú Ragnheiði en ég hvet fólk bara til að kynna sér þeirra starf vel.“En kom Baldvini eitthvað sérstaklega á óvart í allri þessari rannsóknarvinnu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla?„Það sem kemur mest á óvart er hversu lítill stuðningur er fyrir fólk eftir að það kemst úr neyslunni. Þá tekur við mjög erfiður tími, eftirfylgnin er lítil og fólk virðist standa eitt.“ Baldvin segir einnig að foreldrar séu oft á tíðum mjög ráðvilltir þegar þeir komast að því börnin þeirra eru að byrja í neyslu og erfitt sé oft að finna út hvert eigi að leita. Þarna séu líka oft geðræn vandamál undirliggjandi og foreldrar lendi í öngstræti með börn sín. „Þegar fólk greinst með krabbamein, þá vitum við hver leiðin er og hvernig best er að ráðast á vandamálið. Ég er alls ekki að bera þetta tvennt saman bókstaflega en þegar kemur að fíklum þá er leiðin ekki eins skýr. Við þurfum að fara horfa á vandamálið í stærra samhengi, þetta snýst um forvarnir, meðferðarúrræði og eftirfylgni.“ Baldvin og Birgir Örn Steinarsson byrjuðu að vinna að kvikmyndahandritinu árið 2012. „Staðan er mun verri núna en þegar við byrjuðum. Það er eitthvað sem er ekki að virka og við erum ekki að taka þetta nægilega föstum tökum,“ segir Baldvin sem hljóp síðast árið 2011 og segist ekki hafa verið í neinu formi þá. Í dag hefur bumbufótboltinn komið honum í betra stand.
Tengdar fréttir Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22 Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“ Leikarinn segist þakklátur fyrir að vera góður gaur eftir að hafa farið á svarta staði við leik í myndinni. 7. febrúar 2018 15:22
Frumsýning: Fyrsta stiklan úr Lof mér að falla Óumflýjanlegt uppgjör eftir hrikalega neyslu. 7. febrúar 2018 12:19
Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45