Loka þarf Esjunni á meðan stórgrýti verður velt niður fjallið Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Loka þarf gönguleiðum upp Esjuna á meðan stórhættulegu stórgrýti verður rúllað niður hlíðarnar til að tryggja öryggi göngufólks. Skógræktarfélag Reykjavíkur áætlar að fara í þessa framkvæmd nú síðsumars samhliða umbótum á aðgengi að þessari útvistarparadís sem um 100 þúsund manns sækja árlega. Nokkur ár eru síðan göngufólk veitti því athygli að Steininn, sem er eitt helsta kennileiti Esjunnar, væri farinn að halla töluvert. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Esjuhlíðum og fékk verkfræðing til að kanna aðstæður. „Menn höfðu verið að benda á að Steinninn væri orðinn hættulegur. Hann hallar alltaf meira og meira og hann fer af stað innan einhverra ára trúlega. En það hefur verið gerð úttekt en menn eru ekki alveg sammála um hvaða aðferð á að nota. Þegar menn eru orðnir sammála um það þá geri ég ráð fyrir að við reynum að festa hann eða laga hann með þessari framkvæmd,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.Vísir/EgillStefna á að bæta aðgengi Skógræktarfélagið fékk styrki frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að ráðast í endurbætur á aðgengi fyrir bíla og bílastæði sem eru á Kollafjarðarjörðinni og einnig í endurbætur á efstu hlutann á svokölluðum Esjustíg. Ráðast átti í framkvæmdir ofarlega í Esjunni fyrr í sumar en vegna mikillar úrkomu hefur það ekki reynst mögulegt að fara með vinnuvélar upp í hlíðar fjallsins án þess að valda skemmdum. Helgi segir aðstæður hafa skánað undanfarið og verður starfsmaður sendur upp fjallið á morgun til að kanna aðstæður. Ef þær reynast vænlegar fara fleiri starfsmenn upp í næstu viku.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.VísirVonast er til þess að hægt verði að laga Steininn án aðkomu gröfu og þá hugsanlega hægt að rétta hann við með tjökkum og festa hann mögulega með stálstífum.Hafa meiri áhyggjur af stórgrýti í Esjubrúnum En Steininn er ekki eina grjótið sem hætta stafar af. Uppi í Esjubrúnum fyrir ofan steininn eru fimm til sex stórir steinar sem Skógræktarfélagið hefur miklar áhyggjur af. „Þar eru steinar sem eru mun hættulegri en heldur en steinninn sem eru komnir mjög nálægt brúninni og eru miklar líkur á að fari fljótlega af stað og það er nauðsynleg aðgerð að fara þarna upp og velta þeim niður en til þess þarf samhenta aðgerð, og það þarf trúlega að loka fjallinu. Ég hugsa að við skoðum að gera þetta samhliða, ef okkur tekst að byrja í næstu viku þá skoðum við hvað það hentar inn í það verkefni.“ Verða menn sendir upp með handverkfæri til að ýta steinunum af stað sem gæti reynst stórhættulegt gangandi fólki en Helgi segir það ekki gert án þess að hafa björgunarsveitir og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með í ráðum.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillSlysum fækkað með betri stígum Skógræktarfélagið hefur undanfarin ár unnið mjög markvisst að endurbótum á stígum upp Esjuna út frá öryggissjónarmiði og náttúruvernd. Þegar kemur að náttúruvernd var stígur lagður fram hjá Einarsmýri af því hún var farin að skemmast út af ágangi. Legu stígsins á nokkrum svæðum var einnig breytt þannig að fjöldi slysa hefur fækkað samhliða mikilli fjölgun þeirra sem nýta sér þessa stíga. „Sem þýðir að þetta er að batna verulega hjá okkur,“ segir Helgi. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Loka þarf gönguleiðum upp Esjuna á meðan stórhættulegu stórgrýti verður rúllað niður hlíðarnar til að tryggja öryggi göngufólks. Skógræktarfélag Reykjavíkur áætlar að fara í þessa framkvæmd nú síðsumars samhliða umbótum á aðgengi að þessari útvistarparadís sem um 100 þúsund manns sækja árlega. Nokkur ár eru síðan göngufólk veitti því athygli að Steininn, sem er eitt helsta kennileiti Esjunnar, væri farinn að halla töluvert. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Esjuhlíðum og fékk verkfræðing til að kanna aðstæður. „Menn höfðu verið að benda á að Steinninn væri orðinn hættulegur. Hann hallar alltaf meira og meira og hann fer af stað innan einhverra ára trúlega. En það hefur verið gerð úttekt en menn eru ekki alveg sammála um hvaða aðferð á að nota. Þegar menn eru orðnir sammála um það þá geri ég ráð fyrir að við reynum að festa hann eða laga hann með þessari framkvæmd,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.Vísir/EgillStefna á að bæta aðgengi Skógræktarfélagið fékk styrki frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að ráðast í endurbætur á aðgengi fyrir bíla og bílastæði sem eru á Kollafjarðarjörðinni og einnig í endurbætur á efstu hlutann á svokölluðum Esjustíg. Ráðast átti í framkvæmdir ofarlega í Esjunni fyrr í sumar en vegna mikillar úrkomu hefur það ekki reynst mögulegt að fara með vinnuvélar upp í hlíðar fjallsins án þess að valda skemmdum. Helgi segir aðstæður hafa skánað undanfarið og verður starfsmaður sendur upp fjallið á morgun til að kanna aðstæður. Ef þær reynast vænlegar fara fleiri starfsmenn upp í næstu viku.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.VísirVonast er til þess að hægt verði að laga Steininn án aðkomu gröfu og þá hugsanlega hægt að rétta hann við með tjökkum og festa hann mögulega með stálstífum.Hafa meiri áhyggjur af stórgrýti í Esjubrúnum En Steininn er ekki eina grjótið sem hætta stafar af. Uppi í Esjubrúnum fyrir ofan steininn eru fimm til sex stórir steinar sem Skógræktarfélagið hefur miklar áhyggjur af. „Þar eru steinar sem eru mun hættulegri en heldur en steinninn sem eru komnir mjög nálægt brúninni og eru miklar líkur á að fari fljótlega af stað og það er nauðsynleg aðgerð að fara þarna upp og velta þeim niður en til þess þarf samhenta aðgerð, og það þarf trúlega að loka fjallinu. Ég hugsa að við skoðum að gera þetta samhliða, ef okkur tekst að byrja í næstu viku þá skoðum við hvað það hentar inn í það verkefni.“ Verða menn sendir upp með handverkfæri til að ýta steinunum af stað sem gæti reynst stórhættulegt gangandi fólki en Helgi segir það ekki gert án þess að hafa björgunarsveitir og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með í ráðum.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillSlysum fækkað með betri stígum Skógræktarfélagið hefur undanfarin ár unnið mjög markvisst að endurbótum á stígum upp Esjuna út frá öryggissjónarmiði og náttúruvernd. Þegar kemur að náttúruvernd var stígur lagður fram hjá Einarsmýri af því hún var farin að skemmast út af ágangi. Legu stígsins á nokkrum svæðum var einnig breytt þannig að fjöldi slysa hefur fækkað samhliða mikilli fjölgun þeirra sem nýta sér þessa stíga. „Sem þýðir að þetta er að batna verulega hjá okkur,“ segir Helgi. Gönguleiðin upp að Steini frá rótum Esjunnar er um 6,6 kílómetrar að lengd en Steinninn er í 597 metra hæð efst á Langahrygg.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skoða möguleika á að koma gröfu upp að Steini til að bjarga helsta kennileiti Esjunnar Steininn í hlíðum Esjunnar hefur sigið mikið undanfarin ár. 30. maí 2018 16:15