Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 21:00 Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira