Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval Sveinn Arnarsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm
Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34
Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24