Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval Sveinn Arnarsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira
Sjávarútvegur Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálfbærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtanlegir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórnvöldum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í samþykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til meðferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðlilegt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.isVísir/vilhelm
Tengdar fréttir Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Sjá meira
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34
Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 16. ágúst 2018 12:24