Stefnt á að hefja framkvæmdir við nýjan miðbæ á Selfossi í næsta mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 15:22 Selfoss. Fréttablaðið/Eyþór Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“ Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“
Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15
Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16