Stefnt á að hefja framkvæmdir við nýjan miðbæ á Selfossi í næsta mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 15:22 Selfoss. Fréttablaðið/Eyþór Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“ Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“
Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15
Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16