Lífið

Jennifer Aniston, Courtney Cox og Lisa Kudrow hafa rætt um endurkomu Friends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda.
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda. Vísir/Getty
Jennifer Aniston segir að hún hafi rætt við vinkonur sínar Courtney Cox og Lisa Kudrow um endurkomu Friends-þáttanna.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali InStyle við leikkonuna. Aniston hefur margoft hugsað til þess að þættirnir gætu farið aftur í loftið.

Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel. 

„Courtney, Lisa og ég höfum rætt um þetta og maður hefur vissulega hugsað til þess. Þetta var besta starf í heiminum,“ segir Aniston í viðtalinu.

„Ég veit ekki alveg hvernig þátturinn yrði ef hann færi aftur í loftið, en maður veit aldrei og nú eru eldri þættir aftur og aftur að fara í loftið á ný.“

Þættir eins og Will & Grace, Gilmore Girls, The X-Files, Roseanne og Queer Eye hafa verið settir aftur á dagskrá eftir langa pásu.

„Ég veit að það má til að mynda ekki spyrja Matt LeBlanc að þessu lengur en kannski getum við sannfært hann um þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×