Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 13:38 Á höfuðborgarsvæðinu voru ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Stefán Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira