Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 13:38 Á höfuðborgarsvæðinu voru ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Stefán Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þrátt fyrir mikla og þunga umferð víða um landið um helgina hefur umferð að mestu gengið vel fyrir sig. Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingur í forvörnum hjá VíS segir ökumenn sem aka undir áhrifum ávallt vera í órétti. Að frátöldu einu umferðarslysi á Suðurlandi í gær hefur umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi gengið afar vel fyrir sig hingað til. Sömu sögu er að segja um umferðina á Norðurlandi Eystra en að sögn lögreglu hefur verið dálítið um of hraðan akstur en hingað til hafi ekki komið upp nein tilfelli ölvunar- og fíkniefnaaksturs um helgina. Umferðin hefur einnig gengið afar vel fyrir sig á Vestfjörðum og á Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þrátt fyrir mikla umferð. Alltaf er þó eitthvað um hraðakstur en á Austurlandi hafa um 70 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru aftur á móti ellefu ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumannanna voru án bílprófs að því er fram kemur í dagbók lögreglu frá því í morgun. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir mikilvægt að ökumenn séu vissir um að þeir séu allsgáðir áður en sest er undir stýri, hafi áfengi verið haft um hönd. „Hjá mörgum lögreglum getur þú fengið að blása og svo er verið að selja víða mæla sem þú getur blásið í og þá er hægt að miða við það þó það sé náttúrlega kannski ekkert hægt að treysta 100 prósent á mæla sem eru keyptir úti í verslun,“ segir Sigrún. Það borgi sig aldrei að taka sénsinn, verði slys eða óhapp sé ökumaður sem neytt hefur áfengis eða vímuefna alltaf í órétti. „Hans sök er öll, og hann getur verið krafinn um að greiða slysið að fullu þannig að það getur talið í tugum milljóna,“ útskýrir Sigrún. „Hann missir öll sín réttindi við það að vera ölvaður og hann getur líka verið sakfelldur út frá því ef að andlát verður eða alvarleg örkuml hjá öðrum sem tengjast slysinu.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira