Innlent

Öll miðlunarlón komin á yfirfall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Við Þórisvatn.
Við Þórisvatn. Vísir/vilhelm

Miðlunarlón Landsvirkjunar eru nú öll komin á yfirfall. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

„Hálslón náði yfirfallshæð um klukkan 23 föstudaginn 3. ágúst og Blöndulón fylgdi fast á eftir tveimur tímum síðar aðfaranótt laugardags. Þórisvatn fór síðan á yfirfall sólarhring síðar eða um klukkan eitt aðfaranótt sunnudags 5. ágúst. Hágöngulón var þegar fullt, fór á yfirfall 22. júlí,“ segir í fréttinni.

„Ekki hefur gerst síðan Hálslón kom í rekstur að öll miðlunarlón Landsvirkjunar hafi fyllst svo snemma sumars. Fara verður aftur til ársins 2006 til að finna sambærilegt, en þá voru Hágöngulón, Þórisvatn og Blöndulón á yfirfalli 3. ágúst.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.