Sport

Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir býr sig undir að fá að prófa hjólið.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir býr sig undir að fá að prófa hjólið. Mynd/Facebook/The CrossFit Games
Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út.

Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki eins og í fyrra en þeir hefjast á miðvikudaginn kemur.

Það verður ekki byrjað á sundi og hlaupi eins og síðustu ár heldur verður fyrsta greinin í ár hjólreiðakeppni.

Keppendur munu þá fara tíu mislanga hringi og reyna að komast vegalengdina á sem skemmstum tíma. Hringirnir verða á bilinu 800 metrar til 10 þúsund metrar.





40 keppendur í karlaflokki og 40 keppendur í kvennaflokki munu keppa á sama tíma í brautinni og það mun því örugglega mikið ganga á í keppninni.

Það hafa eflaust ekki margir keppendanna getað giskað á að þeir þyrftu að æfa sig á hjóli fyrir þessa keppni en þeir fá nú tvo daga til að æfa sig og undirbúa sig fyrir átökin á miðvikudaginn.

Annað kvöld verður síðan sérstök tímataka en hún mun ákvarða rásröð keppenda í alvöru hjólareiðakeppninni á miðvikudaginn.





Katrín Tanja Daíðsdóttir, tvöfaldur heimsleikameistari, leit ekki út fyrir að vera alltof ánægð með fyrstu greinina en hún sást vel þegar Dave Castro kom inn á hjólinu og sagði öllum frá hvað biði þeirra.

Katrín Tanja var í fremstu röð og sáust því viðbrögð hennar mjög vel. Það má sjá alla tilkynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.  

„Það eru miklar líkur á því að þið klessið á hvort annað í þessari grein en ekki gera það,“ sagði Dave Castro meðal annars en það má sjá það hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva

Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×