Lífið

Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn

Sylvía Hall skrifar
James Gunn.
James Gunn. Vísir/Getty
Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum, en Disney ákvað að slíta samstarfinu eftir að umdeild tíst leikstjórans komust í sviðsljósið.

Umrædd tíst fóru í umferð eftir að íhaldsmenn í Bandaríkjunum fóru að deila þeim, en mörg þeirra grínuðust með barnaníð og nauðganir. Þá vilja margir meina að tístin hafi verið grafin upp í hefndarskyni vegna gagnrýni leikstjórans á Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Nú hafa leikarar ofurhetjumyndarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við leikstjórann, en á meðal þeirra eru stjörnur á borð við Chris Pratt, Bradley Cooper, Zoe Saldana og Vin Diesel. 

„Við lýsum yfir fullum stuðningi við James Gunn. Það kom okkur í opna skjöldu þegar hann var skyndilega rekinn.”, segir í yfirlýsingunni. Þau segja að þau hafi ákveðið að bíða í tíu daga með að birta yfirlýsinguna til að ræða og íhuga málið vel og vandlega. 





„Á þeim tíma höfum við fundið fyrir stuðningi frá aðdáendum og fjölmiðlafólki sem vill sjá James fá starfið.”Þau segja andstæðinga hans hafa fagnað brottrekstri hans og segja það fráleitt hve margir hafi trúað „fjarstæðukenndum samsæriskenningum” um leikstjórann. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×