Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 08:00 Vigdís, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Marta Guðjónsdóttir eru í minnihluta borgarstjórnar. Fréttablaðið/ernir Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22