Lífið

Fyrstu tónleikagestir mættu klukkan sex í morgun í röðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axl Rose og Slash stíga á sviðið um klukkan 20 í kvöld.
Axl Rose og Slash stíga á sviðið um klukkan 20 í kvöld.
Fyrsti tónleikagestir Guns N´Roses voru mættir í röð klukkan sex í morgun og ætla þeir greinilega að tryggja sér pláss alveg við sviðið.

Um 25 þúsund manns verða á stórtónleikum sveitarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld og opnar svæðið klukkan 16:30.

Vísir verður með beina útsendingu úr Laugardalnum og verður rætt við helstu aðdáendur Guns N´Roses á Íslandi en útsendingin hefst klukkan 15:45.




Tengdar fréttir

Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna

Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×