Erlendir ferðamenn leigja bíla í skemmri tíma en verið hefur Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Dregið hefur úr fjölgun bílaleigubíla í umferð eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Ferðamenn leigja nú bíla í styttri tíma en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira