Lífið

Ingibjörg Pálma auglýsir sögufrægt partíhús til leigu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rokkbarinn Bar 11 var til húsa að Hverfisgötu 18 í átta ár, þangað til honum var lokað í apríl síðastliðnum.
Rokkbarinn Bar 11 var til húsa að Hverfisgötu 18 í átta ár, þangað til honum var lokað í apríl síðastliðnum. Mynd/Fasteignamarkaðurinn

Sögufrægt hús við Hverfisgötu 18, sem áður hýsti skemmtistaðinn Bar 11, hefur verið auglýst til leigu. Samkvæmt fasteignaskrá er húsið í eigu IP Studium Reykjavík ehf., eignarhaldsfélags Ingibjargar Pálmadóttur.

Í auglýsingu á fasteignavef Vísis segir að um sé að ræða 360 fermetra húsnæði undir veitingastað á 1. hæð og í kjallara. Þá er gert ráð fyrir leigusamning til langtíma og farið er fram á 6 mánaða bankatryggingu af hálfu leigutaka.

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir.

Leiguverð er ekki gefið upp heldur biður leigusali um tilboð.

Þá kemur fram að húsið verði allt málað að utan í sumar.

Sjá einnig: Bar 11 lokar í kvöld: „Við slökkvum á partýinu núna, en við komum aftur“

Rokkbarinn Bar 11, einnig þekktur sem Ellefan, var starfræktur í húsinu frá árinu 2010 en var lokað í apríl síðastliðnum, þegar húseigandi sagði upp leigusamningnum.

Áður hafði Ellefan verið til húsa á Laugavegi 11 og í Bergstaðastræti.

Áður en Ellefan tók yfir húsið fyrir átta árum hýsti Hverfisgata 18 m.a. Kaffi Cultura og Alþjóðahúsið.

Ingibjörg Pálmadóttir rekur 101 hótel á Hverfisgötu 10 og festi sömuleiðis kaup á fasteign á Hverfisgötu 4-6 þar sem ríkissaksóknari var áður til hús.

Flutti ríkissaksóknari í framhaldinu skrifstofur sínar á Suðurlandsbraut.


Tengdar fréttir

Hlutafé í IP Studium aukið

Hlutafé í IP Studium Reykjavík ehf., félagi í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, var aukið um 138,5 milljónir króna þann 13. júlí síðastliðinn. Þá var hlutaféð aukið úr 321,5 milljónum króna í 460 milljónir króna, eða um rúmlega 40 prósent.

Keyptu Alþjóðahúsið á Hverfisgötu fyrir Bar 11

Össur Hafþórsson, eigandi Reykjavík Ink og skemmtistaðanna Sódómu og Ellefunnar, keypti nýverið húsnæðið sem áður hýsti Kaffi Cultura á Hverfisgötu og stendur til að færa hinn goðsagnakennda Bar 11 þangað yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.