Hlutafé í IP Studium Reykjavík ehf., félagi í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, var aukið um 138,5 milljónir króna þann 13. júlí síðastliðinn. Þá var hlutaféð aukið úr 321,5 milljónum króna í 460 milljónir króna, eða um rúmlega 40 prósent.
Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar ríkisskattstjóra var hækkunin að fullu greidd með peningum. IP Studium á beinan 12,5 prósent hlut í 365-miðlum, sem meðal annars eiga og reka Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi.is og Bylgjuna. Auk þess á IP Studium félagið ML 102 ehf. sem á 25,8 prósent hlut í sama fyrirtæki.
IP Studium skilaði síðast ársreikningi fyrir árið 2008. Þá voru einu eignir félagsins fjórar fasteignir og krafa á tengt rekstrarfélag, 101 Hótel. Allar fasteignirnar hafa síðan verið seldar út úr félaginu og samkvæmt ársreikningi 101 Hótels fyrir árið 2010 hefur leiguskuld þess við IP Studium verið gefin eftir. Markaðurinn sendi fyrirspurnir vegna málsins til Ingibjargar en engin svör hafa borist við þeim. - þsj
Hlutafé í IP Studium aukið

Mest lesið


Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent

Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig
Viðskipti innlent



Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent