Segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á neyðarástandinu sem ríkir á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 12:17 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður kjaranefndar ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32