Ætlaði að fyrirfara sér vegna viðbragðanna við Jar Jar Binks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 4. júlí 2018 14:15 Aðeins eitt dæmi af fjölmörgum um þá stöðu sem Jar Jar Binks hefur meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna Vísir/Getty Leikarinn, sem ljáði Star Wars persónunni Jar Jar Binks rödd sína og hreyfingar, íhugaði að fyrirfara sér eftir öldu haturs og neikvæðni sem fylgdi í kjölfar myndarinnar The Phantom Menace árið 1999. Ahmed Best var 25 ára þegar hann tók hlutverkið að sér og var þetta fyrsta stóra tækifærið hans. Phantom Menace segir fyrsta kaflann í Star Wars sögunni og leikstjórinn George Lucas batt miklar vonir við persónu Jar Jar Binks. Jar Jar átti að vera fyndinn og afslappaður í fyrstu myndinni en smám saman kæmi í ljós að hann leyndi heldur betur á sér.Ein kenning, sem er afar vinsæl meðal Star Wars nörda, er að Jar Jar hafi í raun verið hluti af hinni dökku hlið og aðstoðað hinn illa Palpatine beint eða óbeint við að ná völdum og breyta Anakin Skywalker í Darth Vader. Aldrei var hins vegar farið nánara í saumana á þeirri atburðarás, hatrið sem beindist gegn persónu Jar Jar Binks var svo yfirgengilegt að hann kom mjög lítið við sögu í næstu myndum. Ahmed Best greinir nú frá því að þetta hafi allt tekið sinn andlega toll. Best birti mynd af sér með ungum syni sínum á Twitter og sagði að brátt yrðu liðnir tveir áratugir frá því að hann var á barmi sjálfsvígs vegna þeirra viðbragða sem Jar Jar Binks vakti. Ferillinn hafi aldrei verið samur síðan. Hann hafi hins vegar komist lifandi í gegnum erfiðleikana og verðlaunin séu fólgin í syninum sem hann eigi í dag. Segist Best vera að íhuga að segja alla söguna í eins manns sviðssýningu.20 years next year I faced a media backlash that still affects my career today. This was the place I almost ended my life. It's still hard to talk about. I survived and now this little guy is my gift for survival. Would this be a good story for my solo show? Lemme know. pic.twitter.com/NvVnImoJ7N— Ahmed BEst (@ahmedbest) July 3, 2018 Fjölmargir hafa sent Best baráttukveðjur á Twitter. Þeirra á meðal er Frank Oz sem lék hinn dularfulla Yoda í tveimur myndum. Segist Oz ekkert skilja í þeim harkalegum viðbrögðum sem myndin fékk á sínum tíma þar sem Jar Jar Binks sé alveg frábær karakter.I LOVED Jar Jar Binks. I know I'll get raked over the coals for saying that but I just will never understand the harshness of people's dislike of him. I do character work. He is a GREAT character! Okay. Go ahead. Shoot. Gimme all ya got—but you'll never make me change my mind. https://t.co/RHhhXUlU5C— Frank Oz (@TheFrankOzJam) July 4, 2018 Nokkrir hafa einnig beðist afsökunar á að hafa sleppt sér í neikvæðni á sínum tíma. Aðrir segja þetta mikilvæga áminningu um að leikarar og aðrir í skemmtanaiðnaðinum séu innst inn venjulegt fólk með sömu tilfinningar og allir aðrir. Það sé ekki verjandi að úthúða fólki eða leggja það í einelti bara vegna þess að manni mislíki framlag þeirra til menningar og lista. Best segist meðal annars hafa verið stoppaður úti á götu af fólki sem sakaði hann um að eyðileggja æsku sína með persónu Jar Jar Binks í Star Wars. Það sé erfitt að sitja undir slíku sem 25 ára óreyndur leikari sem aldrei hefur verið í sviðsljósinu áður. Að lokum ber að nefna að George Lucas var af mörgum sakaður um rasisma þar sem persóna Jar Jar Binks talar með örlítið karabískum hreim og þykir minna á gamlar staðalímyndir af blökkumönnum. Það hefur Lucas alltaf þvertekið fyrir, hann segir innblásturinn aðallega hafa komið frá Guffa í Walt Disney myndasögunum.As a person who bashed Jar-Jar left and right, its time I said I'm so sorry for contributing to that backlash. You didn't deserve it, (still don't deserve it) the hate and derision. I'm glad you're still around.— Kimmers Hickey (@OctopusOwl) July 3, 2018 Disney Star Wars Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Leikarinn, sem ljáði Star Wars persónunni Jar Jar Binks rödd sína og hreyfingar, íhugaði að fyrirfara sér eftir öldu haturs og neikvæðni sem fylgdi í kjölfar myndarinnar The Phantom Menace árið 1999. Ahmed Best var 25 ára þegar hann tók hlutverkið að sér og var þetta fyrsta stóra tækifærið hans. Phantom Menace segir fyrsta kaflann í Star Wars sögunni og leikstjórinn George Lucas batt miklar vonir við persónu Jar Jar Binks. Jar Jar átti að vera fyndinn og afslappaður í fyrstu myndinni en smám saman kæmi í ljós að hann leyndi heldur betur á sér.Ein kenning, sem er afar vinsæl meðal Star Wars nörda, er að Jar Jar hafi í raun verið hluti af hinni dökku hlið og aðstoðað hinn illa Palpatine beint eða óbeint við að ná völdum og breyta Anakin Skywalker í Darth Vader. Aldrei var hins vegar farið nánara í saumana á þeirri atburðarás, hatrið sem beindist gegn persónu Jar Jar Binks var svo yfirgengilegt að hann kom mjög lítið við sögu í næstu myndum. Ahmed Best greinir nú frá því að þetta hafi allt tekið sinn andlega toll. Best birti mynd af sér með ungum syni sínum á Twitter og sagði að brátt yrðu liðnir tveir áratugir frá því að hann var á barmi sjálfsvígs vegna þeirra viðbragða sem Jar Jar Binks vakti. Ferillinn hafi aldrei verið samur síðan. Hann hafi hins vegar komist lifandi í gegnum erfiðleikana og verðlaunin séu fólgin í syninum sem hann eigi í dag. Segist Best vera að íhuga að segja alla söguna í eins manns sviðssýningu.20 years next year I faced a media backlash that still affects my career today. This was the place I almost ended my life. It's still hard to talk about. I survived and now this little guy is my gift for survival. Would this be a good story for my solo show? Lemme know. pic.twitter.com/NvVnImoJ7N— Ahmed BEst (@ahmedbest) July 3, 2018 Fjölmargir hafa sent Best baráttukveðjur á Twitter. Þeirra á meðal er Frank Oz sem lék hinn dularfulla Yoda í tveimur myndum. Segist Oz ekkert skilja í þeim harkalegum viðbrögðum sem myndin fékk á sínum tíma þar sem Jar Jar Binks sé alveg frábær karakter.I LOVED Jar Jar Binks. I know I'll get raked over the coals for saying that but I just will never understand the harshness of people's dislike of him. I do character work. He is a GREAT character! Okay. Go ahead. Shoot. Gimme all ya got—but you'll never make me change my mind. https://t.co/RHhhXUlU5C— Frank Oz (@TheFrankOzJam) July 4, 2018 Nokkrir hafa einnig beðist afsökunar á að hafa sleppt sér í neikvæðni á sínum tíma. Aðrir segja þetta mikilvæga áminningu um að leikarar og aðrir í skemmtanaiðnaðinum séu innst inn venjulegt fólk með sömu tilfinningar og allir aðrir. Það sé ekki verjandi að úthúða fólki eða leggja það í einelti bara vegna þess að manni mislíki framlag þeirra til menningar og lista. Best segist meðal annars hafa verið stoppaður úti á götu af fólki sem sakaði hann um að eyðileggja æsku sína með persónu Jar Jar Binks í Star Wars. Það sé erfitt að sitja undir slíku sem 25 ára óreyndur leikari sem aldrei hefur verið í sviðsljósinu áður. Að lokum ber að nefna að George Lucas var af mörgum sakaður um rasisma þar sem persóna Jar Jar Binks talar með örlítið karabískum hreim og þykir minna á gamlar staðalímyndir af blökkumönnum. Það hefur Lucas alltaf þvertekið fyrir, hann segir innblásturinn aðallega hafa komið frá Guffa í Walt Disney myndasögunum.As a person who bashed Jar-Jar left and right, its time I said I'm so sorry for contributing to that backlash. You didn't deserve it, (still don't deserve it) the hate and derision. I'm glad you're still around.— Kimmers Hickey (@OctopusOwl) July 3, 2018
Disney Star Wars Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira