Blaut og vindasöm sumarkvöld halda lúsmýinu í skefjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2018 12:15 Sumarið 2015 sagði Fréttablaðið frá því að maður hefði verið bitinn af lúsmý á meðan hann dvaldi í sumarbústað í Kjós. Vargurinn hefur dreift sér víðar um landið undanfarin ár. Vísir/Samsett mynd Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015. Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Hið alræmda lúsmý, sem fyrst rataði í fréttir sumarið 2015, hefur þurft að finna fyrir vætutíðinni á suðvesturhorni landsins að undanförnu, að sögn skordýrafræðings, en færri hafa orðið fyrir barðinu á flugunum í sumar en undanfarin ár.Þurfa lygn og þurr kvöld til að fljúga Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Vísi að sér hafi borist nokkur fjöldi ábendinga um lúsmý, ceratopogonidae á latínu, það sem af er sumri. Lúsmýið sé þó greinilega ekki jafnupplitsdjarft í sumar og árin á undan.Erling Ólafsson skordýrafræðingur.„Það er töluvert af því en ég held að menn geti fagnað þessu veðri. Það er til ills fyrir lúsmýið og þá um leið til góðs fyrir okkur. Rigning er slæm fyrir lúsmýið.“ Erling segir flugurnar ekki hefja sig til flugs þegar rignir og því hafi vætutíðin á Suður- og Vesturlandi letjandi áhrif á ferðir þeirra. „Það þarf lygn og þurr kvöld til að fljúga. Fólk hefur þess vegna einna helst verið bitið inni í sumarhúsum.“Loftslagsbreytingar gætu verið innspýting í stofninn Sem fyrr herjar lúsmýið helst á íbúa og gesti í uppsveitum Suðurlands og upp í Kjós. Þá er mýið einnig skætt á Þingvöllum, Grafarvogi og í Mosfellsbæ, að sögn Erlings. Hann veit ekki til þess að lúsmý hafi gert sig heimakomið í öðrum landshlutum.Sjá einnig: Lúsmý dreifir sér víðar um landiðEn er lúsmýið komið til að vera?„Já, og eflaust búið að vera lengi. Það er ekki nýtt en fjölgunin er hins vegar ný,“ segir Erling og bendir á að loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á þróunina. „Þetta hefur verið mikið að gerast síðustu árin, tvo síðustu áratugi eða svo. Áhrif hlýnunar loftslags eru að koma fram á ýmsum sviðum og þetta gæti tengst því.“ Þá er vert að rifja upp hvernig halda má lúsmýi í skefjum, sé það að „bögga“ mann, en Erling deildi sjálfur ráði þess efnis á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, sumarið 2015.
Dýr Kjósarhreppur Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Landsmenn urðu varir við lúsmý í fyrsta sinn í fyrrasumar. Nú er það aftur komið á kreik. 12. júlí 2016 14:23
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15