Skortur á hjúkrunarfræðingum leiðir til lokunar Hjartagáttar í júlí Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2018 13:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Vísir/Stöð 2 Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala verður flutt frá Hringbraut til bráðadeildar í Fossvogi í 4 vikur í sumar frá og með deginum í dag. Deildin verður aftur opnuð við Hringbraut þann 3. ágúst næstkomandi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, segir lokunina koma til vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. „Það er semsé fyrir ekki fullmannað á Hjartagáttinni og svo bættust við sumarleyfi sem gerðu það að verkum að það hreinlega var ekki hægt að hafa deildina opna vegna skorts á hjúkrunarfræðingum,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Jón Magnús segir að álag á hjartagáttinni minnki ekki yfir sumartímann. Yfirleitt sé heldur meira að gera á sumrin, meðal annars vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. Hann segir að hjúkrunarfræðingum og læknum á bráðadeild hafi verið fjölgað til að komast til móts við aukið álag vegna lokunarinnar „Við búumst við að það verði nokkuð aukið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi þennan mánuð. Þetta er um það bil 20-25 prósent aukning á fjölda sjúklinga sem við búumst við hér þennan mánuð miðað við venjulegan dag,“ segir Jón Magnús. „Við höfum svosem brugðist við því með því að auka við vaktir hjúkrunarfræðinga og lækna hér í staðinn. Við erum búin að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi sjúklinga og að þetta takist. Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að fyrir er þröngt á bráðadeildinni. Við höfum áhyggjur af því að rýmið sem við höfum, skoðunarstofur og rúm, hvort það dugi til.“ Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala verður flutt frá Hringbraut til bráðadeildar í Fossvogi í 4 vikur í sumar frá og með deginum í dag. Deildin verður aftur opnuð við Hringbraut þann 3. ágúst næstkomandi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala, segir lokunina koma til vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. „Það er semsé fyrir ekki fullmannað á Hjartagáttinni og svo bættust við sumarleyfi sem gerðu það að verkum að það hreinlega var ekki hægt að hafa deildina opna vegna skorts á hjúkrunarfræðingum,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Jón Magnús segir að álag á hjartagáttinni minnki ekki yfir sumartímann. Yfirleitt sé heldur meira að gera á sumrin, meðal annars vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. Hann segir að hjúkrunarfræðingum og læknum á bráðadeild hafi verið fjölgað til að komast til móts við aukið álag vegna lokunarinnar „Við búumst við að það verði nokkuð aukið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi þennan mánuð. Þetta er um það bil 20-25 prósent aukning á fjölda sjúklinga sem við búumst við hér þennan mánuð miðað við venjulegan dag,“ segir Jón Magnús. „Við höfum svosem brugðist við því með því að auka við vaktir hjúkrunarfræðinga og lækna hér í staðinn. Við erum búin að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi sjúklinga og að þetta takist. Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af því að fyrir er þröngt á bráðadeildinni. Við höfum áhyggjur af því að rýmið sem við höfum, skoðunarstofur og rúm, hvort það dugi til.“
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira