Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 17:28 Fuglarnir hafa verið í sóttkví síðan í febrúar. 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST. Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST.
Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00
Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39